25.5.2012 | 23:03
Rógsbrellur Samfylkingarinnar
Þeir fara mikinn, óvinir forsetans, þessa dagana og engum er hlíft. Jafnvel stuðningsmenn og vinir sitjandi forseta geta átt von á illu frá áróðursvélinni að Hallveigarstíg.
Vilhjálmur Þorsteinsson, gjaldkeri Samfylkingarinnar og sérstakur talsmaður þess að hin íslenska þjóð borgi Icesave innstæðurnar, birtir á vefsíðu sinni síðastliðinn mánudag ljósmynd af undirrituðum með forseta Íslands sem og fráleitar ásakanir um að undirritaður hafi verið dæmdur af íslenskum dómstólum fyrir hatursfull ummæli um aðra kynþætti.
Skal það tekið skýrt fram að undirritaður er með hreint mannorð, það er að segja hefur aldrei verið dæmdur, og eru því ásakanir Vilhjálms Þorsteinssonar uppspuninn einn. Skal það einnig tekið fram að undirritaður hefur aldrei birt hatursfull ummæli um aðra kynþætti.
Menn hljóta að spyrja sig hvert samfélagið er að þróast þegar menn eins og Vilhjálmur Þorsteinsson fá óáreittir að komast upp með að níða menn á vefsíðum sínum. Menn hljóta einnig að spyrja sig hvað vakir fyrir þessum gjaldkera Samfylkingarinnar og níðskrifum hans en varla eru slík níðskrif sett fram eingöngu til þess að fara í taugarnar á lyfjafræðing starfandi í Þýskalandi. Sennilega er svarið að finna í fyrri skrifum Vilhjálms en í fyrri skrifum hefur Vilhjálmur farið mikinn í baráttu sinni gegn fullveldi Íslendinga, gegn peningalegu sjálfstæði og hefur hann oftar en ekki gagnrýnt núverandi forseta fyrir það að vísa Icesave til þjóðarinnar.
Með öðrum orðum er þetta uppspuni sem settur er af stað af óvildarmanni forsetans til þess að kasta skugga á kosningabaráttu þess forseta sem ásamt þjóðinni kom í veg fyrir efnahagslegt hryðjuverk samflokksmanna Vilhjálms.
Þegar undirritaður sendi Vilhjálmi Þorsteinssyni skeyti þess efnis að þær ásakanir sem greint var frá hér að ofan væru fráleitar ásamt beiðni um að fjarlægja óhróðurinn neitaði Vilhjálmur að verða við beiðninni á þeim forsendum að ofangreindar ásakanir hefðu verið skrifaðar í einhverslags spurnarformi og því í lagi. Aðra eins rökleysu hefur undirritaður ekki lesið en varla má við öðru búast frá hendi mannleysu sem gerir lítið annað en að tala niður til þjóðarinnar og forsetans. Þrátt fyrir að vita svarið við meintri spurningu heldur maðurinn henni áfram til haga á vefsíðu sinni.
Það að halda því fram að saklaus maður sé með refsidóm á bakinu er ámælisvert, það veit hver heiðvirður maður.
Menn geta á grundvelli staðreynda dregið ályktanir og verið með gildisdóma, jafnvel kolrangar og órökréttar skoðanir sem verndaðar eru af tjáningarfrelsinu. Hins vegar eru rangar fullyrðingar um staðreyndir sem eru ærumeiðandi refsiverðar og sérstaklega er það ámælisvert þegar menn setja þær fram gegn betri vitund.
Þessi hegðun gjaldkera Samfylkingarinnar er fráleit og þess má geta að lögfræðingur hefur fengið málið til umsagnar.
Düsseldorf 22. maí 2012
Viðar H. Guðjohnsen
Grein þessi birtist í Morgunblaðinu þann 24. maí 2012
27.1.2012 | 21:54
Leiðtogalaus þjóð
26.11.2010 | 16:16
Þjóðin skal fá valdið
29.3.2010 | 20:01
Barátta þjóðarinnar
12.12.2009 | 13:30
Styrkur krónunnar
24.11.2009 | 16:30
Pétur Guðjohnsen - Minningargrein
24.10.2009 | 10:48
Undir erlendu valdi
9.10.2009 | 14:29
Frjálst Ísland
9.10.2009 | 14:27
Þjóð í stríði
9.10.2009 | 14:24