Fordómar og skoðanafasismi

Í lýðræðisríkjum er grundvallaratriði að skoðanafrelsið sé virt.

Kolbrún Bergþórsdóttir, pistlahöfundur hjá Morgunblaðinu, hefur gert sig seka um fordóma og skoðanafasisma. Í krafti þess að geta skrifað í Morgunblaðið þegar henni hentar reynir Kolbrún að rangtúlka málflutning Frjálslynda flokksins í málefnum innflytjenda. Kolbrún fer með rangt mál og dylgjar um að stefna Frjálslynda flokksins sé byggð á mannfyrirlitningu, kynþáttahyggju eða einhverju þaðan af verra. Hér ætti Kolbrún að skammast sín því að ef hún hefur kynnt sér málflutning Frjálslynda flokksins þá veit hún betur. Mér hefur alltaf líkað við Kolbrúnu en nú hef ég grun um að einhver sé að skrifa í gegnum hana.

Stundum þegar sjálfskipaðir menningarpostular koma saman getur myndast verulega grunnhygginn já-kór sem er í engu samhengi við raunveruleikann.

Frjálslyndi flokkurinn hefur talað gegn frjálsu flæði innflytjenda og benti meðal annars á ýmsa vankanta sem nú hafa komið á daginn, má þar nefna ófyrirséð álag á heilbrigðiskerfið, skólakerfið og félagslegakerfið í heild sinni. Frjálslyndi flokkur benti á að erlend glæpagengi gætu hugsanlega skotið rótum hérlendis og nú samkvæmt nýrri greiningu lögreglunnar eru erlend glæpagengi orðin staðbundin vandamál í íslensku samfélagi. Við sjáum líka að mannréttindi erlendra verkamanna hafa ekki verið tryggð hér á landi og við horfum upp á ítrekuð brot sem jaðra við þrældóm.

Að vera með ljót orð gagnvart vönduðum vinnubrögðum og fyrirhyggju Magnúsar Þórs lýsir engu öðru en eigin fordómum og skoðanafasisma Kolbrúnar.

Umburðarlyndisfasismi getur líka verið hættulegur, þar að segja að við eigum að sætta okkur við allt hversu órökrétt sem það er.

Skoðanafrelsið ber að virða og ekki rangtúlka eða breyta.

 

Reykjavík 5. júní 2008
Viðar H. Guðjohnsen

 

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu þann 6. júní 2008 


Var Jón Sigurðsson frjálslyndur þjóðernissinni ?

Á því eina ári sem ég hef sent inn greinar til morgunblaðsins um málefni íslensku þjóðarinnar hefur oftar en ekki komið upp ein og ein athugasemd þar sem skoðunum mínum hefur verið líkt við rómantíska þjóðernisstefnu. Fyrir mér var þjóðernisstefnan hulin...

Gleymum ekki Hitaveitu Suðurnesja

Síðastliðin misseri hef ég orðið mikið var við mikla spillingarlykt hvað varðar einkavæðingarferli hinna ýmsa almenningseigna og þá einna helst einkavæðingarferli orkuauðlindarinnar. Fyrr á árinu [2007] var það ákveðið að hlutur ríkisins í Hitaveitu...

Hagræðing á kostnað réttlætis

Á hverjum degi birtast fregnir af þeirri velmegun og þeirri hagvaxtaraukningu sem nú á sér stað hér á Íslandi. Ef skoðaðar eru þær hagvaxtarlýsingar sem birtast daglega í fjölmiðlum mætti halda að hér sé að skapast fyrirmyndarþjóðfélag sem umheimurinn...

Endurskipulagning bloggsíðu

Eins og glöggir menn hafa tekið eftir hefur bloggsíðan mín legið niðri og færslur fyrri missera horfnar. Eftir að ljóst var um ráðningu nýrra ritstjóra hjá Morgunblaðinu varð mér ljóst að Morgunblaðið verður bæði vandaðra og skemmtilegra í lestri. Sú...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband