7.5.2014 | 21:25
Aš bjarga bönkum
Nś eru rśmlega fimm įr frį žvķ aš ķslensku bankarnir hrundu, rśmlega fimm įr frį žvķ rķkistjórn Ķslands įréttaši ķ fréttatilkynningu aš innstęšur ķ innlendum višskiptabönkum og sparisjóšum og śtibśum žeirra hér į landi yršu tryggšar aš fullu og rśmlega fimm įr frį žvķ aš žįverandi rķkisstjórn įkvaš aš bjarga bankakerfinu.
Nś fimm įrum seinna skuldar rķkissjóšur, sem stuttu fyrir hrun var žvķ sem nęst skuldlaus, svo mikiš aš hętta stafar af. Til aš gera sér grein fyrir žvķ hversu mikil byrši sś skuld er į landsmönnum greišir rķkissjóšur tugi milljarša įrlega ķ vaxtagreišslur en žęr eru nś einn stęrsti einstaki śtgjaldališur rķkissjóšs.
Žaš aš bjarga bönkunum var sannarlega dżrkeypt og žvķ er ekki furša aš menn meš einhvern vott af sišferšisvitund stķgi fram og krefjist žess aš ķ framtķšinni verši banka- og peningakerfinu breytt. Einn slķkur, formašur efnahags- og višskiptanefndar Alžingis, steig fram ķ fjölmišlum fyrir ekki svo löngu og talaši fyrir žvķ aš bönkum, öšrum en Sešlabanka Ķslands, yrši bannaš aš bśa til innstęšur. Reyndar hefur nefndarformašurinn, sem er rekstrarhagfręšingur aš mennt, lengi vel stašiš fyrir fręšslu į peningakerfinu ķ fjölmišlum og talaš fyrir umbótum sem myndu hugsanlega rétta af skuldastöšu rķkissjóšs og minnka veršbólgu. Kom nefndarformašurinn ķ fyrrgreindu vištali inn į mikilvęgan orsakažįtt ķ hruni ķslenska bankakerfisins, žaš er aš segja leyfi banka til aš bśa til innstęšur.
Til žess aš fara stuttlega yfir okkar peningakerfi stżrir Sešlabanki Ķslands žvķ sešla- og myntmagni sem er ķ umferš į hverjum tķma. Žaš er aš segja aš til žess aš koma ķ veg fyrir óhóflega peningaprentun er engum öšrum en Sešlabanka Ķslands heimilt aš prenta eša slį okkar gjaldmišil. Sešla- og myntmagn er žó ašeins lķtill hluti žess heildarpeningamagns sem er ķ umferš į hverjum tķma žar sem bankar hafa žaš vald aš geta bśiš til innstęšur. Eru innstęšur ķ raun ķgildi peninga žar sem fyrir utan aš aš žęr eru gjaldgengar ķ višskiptum mį greiša skatta meš žeim. Žessi framleišsla į innstęšum er hluti žess ferlis sem fer af staš viš žaš aš einstaklingur tekur lįn hjį banka.
Žetta leyfi til aš bśa til innstęšur var misnotaš meš svo miklum ofsa į góšęrisįrunum aš sjįlfur žjóšargjaldmišillinn, eftir hįvaxtastefnu sem orsakaši mikiš innstreymi gjaldeyris sem sópaši veršbólgunni tķmabundiš undir teppiš, lenti ķ miklum hįskadansi meš įhrifum sem sendu žjóšina ķ einkar óvelkomna spennitreyju gjaldeyrishafta.
Žetta vald banka til aš bśa til innstęšur er stór galli ķ nśverandi banka- og peningakerfi, galli sem lżsir sér ķ žvķ aš bankar į góšęristķmum ženja śt peningakerfiš eins mikiš og žeir geta allt žar til žeir standa į braušfótunum einum. Svo žegar allt hrynur er skattgreišandinn lįtinn borga brśsann.
Ķ okkar samfélagi eru peningasešlar ekki notašir ķ višskiptum nema aš litlu leyti. Flest öll višskipti fara fram rafręnt ķ formi kortavišskipta eša millifęrslu į rafręnum innstęšum. Ķ góšęri žegar mikiš traust er til banka halda slķk višskipti įfram įn sjįanlegra vankvęša en žegar kreppir aš snżst dęmiš viš, vantraust skapast og menn vilja ķ auknum męli sjį reišufé eša jafnvel flytja fé sitt til annarra landa žar sem įvöxtun er betri.
Viš munum öll eftir žvķ hvaš geršist viš fall ķslensku bankanna. Žį hvarf traustiš og allir vildu taka śt reišufé sitt žótt augljóslega gęti ašeins lķtill hluti fengiš sitt kęrkomna reišufé žar sem reišufé į hvern fjįrrįša landsmann ekki nema örlķtill hluti af lausu bankainnstęšunum.
Ķ raun mį segja aš jafnvel žótt viljinn vęri fyrir hendi žį gęti sitjandi rķkisstjórn, meš einhvern vott af skynsemi, ekki gert neitt annaš en aš skerast ķ leikinn og bjarga bönkunum meš einum eša öšrum hętti sé bankakreppa ķ uppsiglingu. Slķk björgun er žó ekki įn vankvęša heldur er hśn ķ formi margra įra skuldsetningar meš tilfallandi lķfskjaraskeršingu.
Žaš gengur ekki mikiš lengur aš bankar geti bśiš til ķgildi peninga ķ formi innstęšna, lįnaš innstęšurnar śt verštryggšar į himinhįum vöxtum, žaniš śt kerfiš, stušlaš aš efnahagslegum óstöšugleika, žrżst į magnžrungnar eignatilfęrslur sem enda allar į žvķ aš bankinn veršur rķkari og valdameiri į mešan flestir žeir sem taka lįn frį bankanum verša skuldsettari og efnaminni.
Mörg teikn eru į lofti um aš bankarnir séu aš hefja annaš skeiš taumlausrar framleišslu į innstęšum og ef ekkert veršur gert mun žaš hafa afdrifarķkar afleišingar. Viš skulum vona svona stuttu eftir hrun aš rįšamenn žjóšarinnar sofi ekki į vaktinni.
Raunhęf lausn er ķ boši eins og formašur efnahags- og višskiptanefndar Alžingis kom inn į og ķ henni felst aš banna bönkum, öšrum en Sešlabanka Ķslands, aš bśa til innstęšur. Meš žvķ er enginn aš tala fyrir žvķ aš bönkum verši bannaš aš lįna, ašeins aš žeir žurfi aš eiga fyrir lįninu sem žeir ętla sér aš lįna eša meš öšrum oršum aš žaš sé raunveruleg innstęša fyrir innstęšunni.
Reykjavķk 5. maķ 2014
Višar H. Gušjohnsen
Grein žessi birtist ķ Morgunblašinu žann 7. maķ 2014
17.10.2013 | 09:39
Skilvirkari samgöngur
17.10.2013 | 09:37
Misbeiting valds
10.7.2013 | 19:11
Bergdķs Jónsdóttir - Minningargrein
14.3.2013 | 20:25
Kraftmikill landsfundur
10.3.2013 | 11:50
Landsfundur
3.2.2013 | 14:50
Sala Landsvirkjunar
18.11.2012 | 08:00
Žręll bankans
23.10.2012 | 17:35
Nišurrifstal fjįrmįlarįšherra
12.10.2012 | 10:30