Bergdís Jónsdóttir - Minningargrein

Nú er hún góđhjartađa amma mín fallin frá og međ sanni má segja ađ ţar hvarf úr lífi mínu kona sem var bćđi hjartahrein og réttsýn.

Eins og hiđ fallega smáblóm sem vaknar í morgunsólinni, blómstrar í logninu innan um hiđ grćna gras, eins og hiđ tćra vatn sem rennur niđur hlíđar fjallsins, eins og norđurljósin, stjörnurnar og tungliđ sem lýsa upp hinn rauđbláan nćturhimininn á rólegu vetrarkvöldi var hún amma mín alltaf bjartsýn, alltaf tćr og alltaf róleg.

Ţađ var alltaf ţćgilegt ađ vera í kringum hana ömmu mína og ţurfti ekki alltaf mörg orđ. Stundum var nóg ađ sitja í kćrleiksríku umhverfi, hlusta á vindinn leika um stofugluggana og njóta ţess ađ vera međ ţessari góđu konu.

Ţegar ég hugsa til baka um allar ţćr góđu minningar sem ég hef af henni ömmu minni leitar hugur minn oftar en ekki til barndóms míns og ţá einna helst til ţeirra góđu dćmisagna sem hún amma mín sagđi mér; sögur af hinum réttláta Salómon konungi, Samson hinum sterka, Andróklesi og ljóninu. Allt voru ţetta dćmisögur um réttlćti og mikilvćgi vináttu sem bćđi mótuđu mig og styrktu. Aftur og aftur gat ég heyrt ţessar sögur og aldrei fékk ég nóg.

Ég á sannarlega eftir ađ sakna ţeirra tíma ađ sitja međ henni ömmu gömlu, skjótast út í bakarí til ađ kaupa rúnstykki fyrir okkur brćđurna, horfa á eftir hinni duglegu konu fara í sínar daglegu gönguferđir; ţrátt fyrir blindu, ţrátt fyrir aldur og ţrátt fyrir lélega heyrn.

Hún var sannarlega góđ og dugleg kona hún amma mín. 

Ég kveđ ţig kćra amma,
kveđ í hinsta sinn,
kćrleiksríka kona,
kćrleikann ţinn. 

 

Reykjavík 10. júlí 2013
Viđar H. Guđjohnsen

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband