Sala Landsvirkjunar

Landsfundur Sjįlfstęšisflokksins nįlgast og viršist sem menn séu farnir aš višra žį hugmynd fyrir nęsta kjörtķmabil aš selja Landsvirkjun, opinbert orkuframleišslufyrirtęki sem framleišir 73% allrar orku į Ķslandi, upp ķ skuldir sem myndušust žegar banka- og peningakerfiš hrundi.

   Hefur helst veriš rędd sś hugmynd aš selja Landsvirkjun til ķslenskra lķfeyrissjóša meš einhverslags forkaupsrétt ķslenska rķkisins sem allir eru žó sammįla um aš verši aldrei nżttur vegna žess hreinlega aš rķkiš myndi aldrei hafa bolmagn til slķkra kaupa.

   Žaš kann aš sżnast fżsilegur kostur aš selja Landsvirkjun til lķfeyrissjóšanna en  žó žarf aš skoša žęr hugmyndir meš sérstakri varfęrni ķ ljósi žess hvernig lķfeyrissjóširnir eru reknir; sjóšir sem hafa tapaš rétt undir 500 milljöršum af lķfeyri landsmanna, sjóšir sem hafa skoriš nišur réttindi lķfeyrisžega um 130 milljarša frį hruni og žurfa um 700 milljarša til aš geta stašiš viš žęr skuldbindingar sem bśiš er aš lofa sjóšsfélögum. Hver veršur til aš mynda aršsemiskrafan hjį lķfeyrissjóšum meš slķkar skuldbindingar į bakinu? Mun žetta enda meš žvķ aš orkuverš til almennings mun hękka? Gleymum žvķ ekki aš vegna legu landsins er Ķsland stęrri hluta įrsins bęši kalt og dimmt. 

   Žaš žarf engan sérfręšing til aš sjį aš žęr aršsemiskröfur sem geršar verša til Landsvirkjunar verša gķfurlegar viš žaš eitt aš illa reknir lķfeyrissjóšir meš miklar skuldbindingar į bakinu eignast hana. Žaš er vonandi ekki vilji manna aš Ķslendingar sitji ķ dimmum og köldum hśsum yfir hinn langa vetrartķma.

   Žessi hugmynd um aš selja Landsvirkjun hefur einnig žann stóra galla hśn er óafturkręf. Landsvirkjun veršur bara einkavędd einu sinni og žvķ skulum viš halda til haga. Žaš er engin rķkisstjórn sem mun standa fyrir rķkisvęšingu žótt orkuverš fari hér upp ķ hęstu hęšir meš tilfallandi lķfskjaraskeršingu.

   Žį er žaš einnig spurnarefni hvort Landsvirkjun verši eins og Hitaveita Sušurnesja seld fyrir krónur sem svo hrķšfalla ķ verši enda liggur žaš fyrir aš krónan gęti hruniš. Žaš vęri nś varla gott aš selja fyrirtęki sem framleišir 73% orku landsins fyrir einhverjar krónur sem verša svo veršlausar.

   Ķ žessu stóra mįli er žaš afar naušsynlegt aš skynsemin fįi aš rįša för en ekki enn ein hugmyndin, sem gengur žvert į vilja žjóšarinnar, um róttękar breytingar į kerfi sem hefur reynst okkur Ķslendingum vel. Slķk hugmynd mun bara valda illindum og deilum.

   Žess vegna er žaš afar naušsynlegt aš landsfundur Sjįlfstęšisflokksins leggist gegn öllum įformum um aš einkavęša Landsvirkjun enda į slķkur įgreiningur ekki aš vera žaš vegnesti sem flokkurinn ętlar meš inn ķ komandi kosningar; įgreiningur um hvort einkavęša eigi Landsvirkjun eša ekki.

   Slķk deila er ekki eitthvaš sem žjóšin žarf į žessum tķmapunkti. Vęri frekar betra aš skoša hvaš žarf aš laga ķ banka- og peningakerfinu fyrst og laga žaš sem laga žarf. Koma į stöšugleika og skera nišur hjį hinu opinbera.

   Žaš liggur ekkert į aš einkavęša Landsvirkjun. Žaš liggur hins vegar į aš koma į naušsynlegum umbótum ķ peninga- og bankakerfinu, umbótum sem geta mešal annars lękkaš skuldir hins opinbera. Gleymum ekki aš heilbrigt banka- og peningakerfi er lķfęšin ķ heilbrigšu višskiptaumhverfi.

   Žaš er von flestra landsmanna aš nęsta rķkisstjórn, sem veršur vonandi rķkisstjórn Sjįlfstęšisflokks og Framsóknarflokks, fari ekki aš valda enn meiri reiši og deilum ķ samfélaginu um eitthvaš mįl sem mį bķša. Vegnestiš okkar į ekki aš vera įgreiningur um hvort einkavęša eigi Landsvirkjun eša ekki. Ķtrekaš skal aš žjóšin žarf ekki slķkan įgreining; svo sannarlega ekki. 

 

Düsseldorf 28. janśar 2013
Višar H. Gušjohnsen

 

Grein žessi birtist ķ Morgunblašinu žann 1. febrśar 2013   


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband